Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 24. október 2024 17:34
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Við vorum skelkaðir fyrsta korterið fannst mér. Við vorum að finna hvort menn ættu heima á þessu „leveli" eða ekki. Svo gerðust flottir hlutir eftir að þeir skoruðu. Við vorum fljótir að jafna og þá leið mönnum betur."

„Mér fannst við fá góð færi reglulega og góð færi til að búa til góð færi. Þetta var ekki venjulegur Víkingsleikur. Við erum vanir að vera mikið með boltann og pressa hátt. En þeir þrýstu okkur vel niður."

„Ég er virkilega stoltur af þessum sigri. Þetta er söguleg stund ég er virkilega ánægður með strákana."

„Það má ekki gleyma því að þetta er stóra sviðið. Eini leikurinn í Evrópu sem byrjaði 14:30. Ég ætla ekki að segja að augu alheimsins hafi verið á leiknum. Þetta er stóra sviðið og þú verður að virða það, sem strákarnir gerðu."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni við Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Ef þú færð ekki sjálfstraust eftir svona frammistöðu þá veit ég ekki hvað. Við þurfum að ná endurheimt en verðum að leyfa okkur að fagna þessu. Ég er ekki að tala um að halda partí. Leyfa þessu að gerjast í hausnum á sér. Frá og með morgundeginum þarf hausinn að vera á leiknum á sunnudeginum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner