Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 24. október 2024 17:34
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Við vorum skelkaðir fyrsta korterið fannst mér. Við vorum að finna hvort menn ættu heima á þessu „leveli" eða ekki. Svo gerðust flottir hlutir eftir að þeir skoruðu. Við vorum fljótir að jafna og þá leið mönnum betur."

„Mér fannst við fá góð færi reglulega og góð færi til að búa til góð færi. Þetta var ekki venjulegur Víkingsleikur. Við erum vanir að vera mikið með boltann og pressa hátt. En þeir þrýstu okkur vel niður."

„Ég er virkilega stoltur af þessum sigri. Þetta er söguleg stund ég er virkilega ánægður með strákana."

„Það má ekki gleyma því að þetta er stóra sviðið. Eini leikurinn í Evrópu sem byrjaði 14:30. Ég ætla ekki að segja að augu alheimsins hafi verið á leiknum. Þetta er stóra sviðið og þú verður að virða það, sem strákarnir gerðu."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni við Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Ef þú færð ekki sjálfstraust eftir svona frammistöðu þá veit ég ekki hvað. Við þurfum að ná endurheimt en verðum að leyfa okkur að fagna þessu. Ég er ekki að tala um að halda partí. Leyfa þessu að gerjast í hausnum á sér. Frá og með morgundeginum þarf hausinn að vera á leiknum á sunnudeginum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner