Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 24. október 2024 17:34
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Við vorum skelkaðir fyrsta korterið fannst mér. Við vorum að finna hvort menn ættu heima á þessu „leveli" eða ekki. Svo gerðust flottir hlutir eftir að þeir skoruðu. Við vorum fljótir að jafna og þá leið mönnum betur."

„Mér fannst við fá góð færi reglulega og góð færi til að búa til góð færi. Þetta var ekki venjulegur Víkingsleikur. Við erum vanir að vera mikið með boltann og pressa hátt. En þeir þrýstu okkur vel niður."

„Ég er virkilega stoltur af þessum sigri. Þetta er söguleg stund ég er virkilega ánægður með strákana."

„Það má ekki gleyma því að þetta er stóra sviðið. Eini leikurinn í Evrópu sem byrjaði 14:30. Ég ætla ekki að segja að augu alheimsins hafi verið á leiknum. Þetta er stóra sviðið og þú verður að virða það, sem strákarnir gerðu."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni við Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Ef þú færð ekki sjálfstraust eftir svona frammistöðu þá veit ég ekki hvað. Við þurfum að ná endurheimt en verðum að leyfa okkur að fagna þessu. Ég er ekki að tala um að halda partí. Leyfa þessu að gerjast í hausnum á sér. Frá og með morgundeginum þarf hausinn að vera á leiknum á sunnudeginum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner