Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   fim 24. október 2024 17:34
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Við vorum skelkaðir fyrsta korterið fannst mér. Við vorum að finna hvort menn ættu heima á þessu „leveli" eða ekki. Svo gerðust flottir hlutir eftir að þeir skoruðu. Við vorum fljótir að jafna og þá leið mönnum betur."

„Mér fannst við fá góð færi reglulega og góð færi til að búa til góð færi. Þetta var ekki venjulegur Víkingsleikur. Við erum vanir að vera mikið með boltann og pressa hátt. En þeir þrýstu okkur vel niður."

„Ég er virkilega stoltur af þessum sigri. Þetta er söguleg stund ég er virkilega ánægður með strákana."

„Það má ekki gleyma því að þetta er stóra sviðið. Eini leikurinn í Evrópu sem byrjaði 14:30. Ég ætla ekki að segja að augu alheimsins hafi verið á leiknum. Þetta er stóra sviðið og þú verður að virða það, sem strákarnir gerðu."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni við Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Ef þú færð ekki sjálfstraust eftir svona frammistöðu þá veit ég ekki hvað. Við þurfum að ná endurheimt en verðum að leyfa okkur að fagna þessu. Ég er ekki að tala um að halda partí. Leyfa þessu að gerjast í hausnum á sér. Frá og með morgundeginum þarf hausinn að vera á leiknum á sunnudeginum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner