Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. nóvember 2019 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Wilder: Tekur smá úr augnablikinu
Chris Wilder.
Chris Wilder.
Mynd: Getty Images
„Ég er svolítið vonsvikinn að þeir skyldu ná fyrsta markinu til að komast aftur inn í leikinn," sagði Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, eftir 3-3 jafntefli gegn Manchester United.

Sheffield United var miklu betri aðilinn lengi vel og komst í 2-0, en gestirnir komust inn í leikinn á 70. mínútu þegar Brandon Williams skoraði. Mason Greenwood og Marcus Rashford komu Man Utd í 3-2. Oli McBurnie jafnaði í uppbótartíma.

„Við erum ekki í C-deild. Ef þú tapar smá orku, þá komast þeir inn í leikinn."

Um fyrstu 70 mínúturnar sagði hann: „Ekki slæmar - þægilegt og við vorum með stjórnina."

„Þeir voru 2-0 undir og við vorum með stjórnina. Eftir nokkra klukkutíma og nokkra bjóra munum við skoða leikinn aftur."

Síðasta markið var skoðað í VAR. Man Utd menn vildu fá hendi á markaskorann McBurnie, en markið var dæmt gott og gilt. „Við fögnuðum, við skoruðum á síðustu mínútu. Einhver sagði að markið gæti verið dæmt af. Þetta tekur smá úr augnablikinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner