Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. nóvember 2019 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Savage tekur skóna af hillunni og spilar í tíundu deild
Robbie Savage.
Robbie Savage.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Robbie Savage hefur tekið skóna af hillunni og gert samning við Stockport Town í tíundu efstu deild Englands.

Hinn 45 ára gamli Savage spilaði síðast með Derby County í Championship-deildinni. Hann hætti í maí 2011 og hefur síðan þá verið að vinna í fjölmiðlum.

Savage, sem spilaði 623 leiki á ferlinum, en hann lék aldrei keppnisleik fyrir aðalliðið þar. Á leikmannaferlinum spilaði hann með Crewe, Leicester, Birmingham, Blackburn, Brighton, Derby og núna mun hann væntanlega bæta Stockport á þann lista.

Hann spilaði 39 A-landsleiki fyrir Wales og skoraði tvö mörk.

Hann segist vilja hjálpa ungum leikmönnum sem hafa verið leystir undan samningi hjá félaginu sínu og komið til Stockport.

„Þetta er ekki auglýsingabrella, ég ætla að reyna að hjálpa ungum leikmönnum," sagði hann á BBC Radio Live 5.

„Ég þarf að hafa leikmenn í kringum mig. Sonur minn þurfti að fara og kaupa skó fyrir mig í dag - þetta er gott tækifæri fyrir mig," sagði Savage.

Talið er að hann verði í hóp gegn Oswestry Town á morgun.
Athugasemdir
banner
banner