Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. nóvember 2019 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir hafði betur í Íslendingaslag - CSKA áfram á sigurbraut
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin lék í vörninni hjá CSKA.
Hörður Björgvin lék í vörninni hjá CSKA.
Mynd: Getty Images
Í grísku úrvalsdeildinni var Íslendingaslagur þar sem PAOK lagði AEL Larissa að velli með einu marki gegn engu.

Ögmundur Kristinsson var í marki Larissa, en hinn 22 ára gamli Karol Swiderski skoraði fram hjá honum á 16. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörnini hjá PAOK og hjálpaði sínum mönnum að halda hreinu.

PAOK er í öðru sæti með jafmörg stig og Olympiakos. Larissa er í sjöunda sæti með 15 stig.

Hörður og Arnór spiluðu er CSKA komst aftur á sigurbraut
CSKA Moskva hélt áfram á sigurbraut í rússnesku úrvalsdeildinni með sigri gegn FK Krylya Sovetov Samara á heimavelli sínum í Moskvu. Fyrir leikinn í dag hafði CSKA unnið tvo deildarleiki í röð.

Arnór Sigurðsson lék tæpan klukkutíma og spilaði Hörður Björgvin Magnússon allan leikinn.

Nikola Vlasic skoraði sigurmark CSKA þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Með sigrinum fer CSKA upp í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Zenit.

Sjá einnig:
Rússland: Góður sigur Krasnodar - Síðasta tap kom í september

Lið Hólmars í öðru sæti í Búlgaríu
Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson Levski Sofia gegn Tsarsko Selo í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Hólmar hefur gert vel í því að koma til baka úr erfiðum meiðslum og er hann búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Levski sem vann leikinn í dag 2-0.

Levski skoraði bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum og er núna í öðru sæti, sjö stigum frá toppliði Ludogorets.

Elmar í sigurliði
Í Tyrklandi var Theódór Elmar Bjarnason einnig í sigurliði. Hann spilaði allan leikinn fyrir Akhisarspor í sigri á Altay á heimavelli.

Akhisarspor lenti 1-0 undir, en kom til baka í seinni hálfleiknum og vann 2-1.

Elmar er á sínu fyrsta tímabili hjá Akhisarspor, en liðið er í þriðja sæti B-deildarinnar, þremur stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner