þri 24. nóvember 2020 13:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Gummi Tóta um vítaklúðrið: Þetta súmmerar upp árið
Guðmundur Þórarinsson í leik með New York.
Guðmundur Þórarinsson í leik með New York.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Þetta er auðvitað bara gríðarlega svekkjandi, bæði tímabilið sem heild og að enda þetta svona; taka síðasta vítið og klúðra því. Þetta súmmerar svolítið upp árið," segir Guðmundur Þórarinsson í viðtali sem birt er á Vísi.

Guðmundur, sem er 28 ára, er að ljúka sínu fyrsta tímabili með New York City í bandarísku MLS-deildinni en hann klúðraði spyrnu sinni í vítakeppni gegn Orlando City í úrslitakeppninni. Guðmundur tók síðustu spyrnuna og New York féll úr leik.

Útileikmaðurinn Rodrigo Schlegel fór í markið eftir að markvörður Orlando fékk rauða spjaldið og hann varði spyrnuna örlagaríku frá Guðmundi.

Hægt er að sjá spyrnuna hér fyrir neðan

„Þetta var virkilega erfitt augnablik, en þetta er partur af ferðalaginu. Þetta gerir mann andskoti sterkan, maður verður að hugsa það þannig. Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka."

Guðmundur var mest notaður sem varamaður á tímabilinu en hann hefur verið að þróa sig í nýrri stöðu sem vinstri bakvörður. Hann hefði viljað vera í stærra hlutverki.

„Ég er að spila nýja stöðu, sem ég hef aldrei spilað áður, og hef fengið takmarkaðan spiltíma. En svo er þetta bara ferðalagið í lífinu, hvað sem maður er að gera, að halda í þessa trú sem maður hefur á sjálfum sér," segir Guðmundur við Vísi


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner