Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. nóvember 2021 08:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: DV 
Aftur þarf landsliðsþjálfari að hætta eftir að KSÍ bauð liðinu í glas
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt frétt DV tengjast starfslok Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ gleðskap þar sem sambandið bauð leikmönnum, þjálfurum og starfsliði KSÍ í glas eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði.

Eiður var aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla. Hann er annar landsliðsþjálfarinn sem er látinn fara frá KSÍ á síðustu tólf mánuðum eftir áfengisneyslu í landsliðsferð.

Innan við ár er síðan Jón Þór Hauksson lét af störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir að hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn þegar hann var undir áhrifum áfengis eftir að KSÍ bauð í glas í lok landsleikjaglugga.

Eiður var á gulu og fékk rautt
Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ og fór í tímabundið leyfi síðasta sumar. Það var vegna þess að myndband af honum komst í dreifingu þar sem hann var ölvaður að kasta af sér vatni á Ingólfstorgi. Það kom í kjölfar umræðu um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis í umræðuþætti um enska boltann í Sjónvarpi Símans í mars.

Eftir landsleikinn gegn Norður-Makedóníu, síðasta leik Íslands í undankeppni EM, fékk liðið sér í glas. Það var eftir þann gleðskap sem KSÍ á að hafa ákveðið að segja samningi Eiðs upp. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var með í ferðinni.

Samkvæmt DV er að auki einn leikmaður landsliðsins sagður undir smásjá sambandsins. Hann ku hafa verið enn í annarlegu ástandi þegar landsliðið ferðaðist heim á mánudagsmorgun í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner