Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 24. nóvember 2021 13:59
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Arnar sammála því að Eiður þyrfti að víkja
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var á sama máli og stjórn KSÍ að Eiður Smári Guðjohnsen þyrfti frá að hverfa sem aðstoðarþjálfari landsliðsins. Frá þessu er greint hjá 433.is.

Arnar hefur ekki svarað símtölum Fótbolta.net í dag.

Frá því var sagt í morgun að í kjölfar áfengisneyslu í síðasta landsliðsverkefni hafi verið ákveðið að segja upp samningi Eiðs Smára.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið en hún var með í umræddri ferð. Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, hefur rætt við fjölmiðla í dag.

Ómar staðfestir við mbl.is að Arnar hafi tekið þátt í þeirri ákvörðun að láta Eið fara.

„Hann var sam­mála þess­ar ákvörðun þegar uppi var staðið en auðvitað hef­ur þetta verið erfitt fyr­ir hann. Hann verður hins veg­ar að horfa fram á veg­inn," sagði Ómar en hann vill ekki fara nánar út í ástæðuna fyrir riftun samningsins.

„Það snýr bara að persónulegum málefnum og ég get ekki bætt neinu við sem stendur í yfirlýsingunni um það en það er alveg klárt að aðdragandinn er langur," sagði Ómar við RÚV.

Miðað við ummæli Vöndu um Arnar Þór þá mun hann að öllum líkindum halda áfram sem landsliðsþjálfari en ljóst er að hann þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann.

„Arnar er með gildan samning og engin ákvörðun verið tekin um breytingar á honum eða ræddar eftir því sem ég best veit og það verður bara farið í það leita að nýjum aðstoðarþjálfara og Arnar mun hafa mest um það að segja hver það verður og vonandi gengur það bara hratt og örugglega svo við finnum bara besta manninn í starfið," sagði Ómar.
Athugasemdir
banner
banner
banner