Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harðstjórinn rekinn í annað sinn á þremur mánuðum
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: Getty Images
Það er búið að reka þýska knattspyrnustjórann Peter Hyballa úr starfi í annað sinn á þremur mánuðum.

Hann var rekinn frá danska félaginu Esbjerg síðasta sumar. Þar var hann harðlega gagnrýndur af eigin leikmönnum. Leikmennirnir sendu frá sér sláandi bréf til fjölmiðla þar sem kvartað var undan refsingum hans, nektarmyndum, hótunum og níði.

Hann fékk annað starf undir lok september þegar hann gerðist þjálfari Türkgücü Munich í Þýskalandi.

Það hefur gengið illa að undanförnu og eftir síðasta leik var hann spurður hvort hann ætti framtíð hjá félaginu. „Ég veit það ekki og mér er alveg sama," sagði Hyballa.

Þessi 45 ára gamli þjálfari var svo rekinn og er núna aftur atvinnulaus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner