
Úrúgvæ 0 - 0 Suður-Kórea
Fjórða markalausa jafnteflið á HM í Katar varð niðurstaðan þegar Úrúgvæ og Suður-Kórea áttust við í H-riðlinum rétt í þessu.
Þetta var frekar sanngjörn niðurstaða þar sem leikurinn var lokaður og ekki mikið um góð færi.
Úrúgvæ átti þó tvær bestu tilraunirnar; Diego Godin átti skalla í stöng í fyrri hálfleik og í seinni hálfleiknum átti Federico Valverde, leikmaður Real Madrid, fast skot sem fór í utanverða stöngina.
Son Heung-min komst næst því að skora fyrir Suður-Kórea í seinni hálfleik en hann átti þá skot rétt fram hjá markinu fyrir utan teig. Það fór ekkert skot á markið í leiknum, þó tvær tilraunir hafi hafnað í stönginni. Markverðirnir höfðu lítið að gera.
Hvorugt liðið ætlaði sér að tapa þessum leik og lokaniðurstaðan því jafntefli.
Portúgal og Gana mætast í þessum riðli núna klukkan 16:00.
Athugasemdir