Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Albert besti leikmaður Íslands í undankeppninni
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert Guðmundsson var samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net besti leikmaður Íslands í undankeppni HM. Hann skoraði fimm mörk og fékk tvisvar sinnum 9 í einkunn; í 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og jafnteflinu 2-2 gegn Frakklandi.

Albert var með 7,7 í meðaleinkunn en í öðru sæti var svo Hákon Arnar Haraldsson með 7,5.

Fjallað var um frammistöðu landsliðsins í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Ísland hafnaði í þriðja sæti riðilsins og missti af umspilssæti.

Einkunnir Íslands (Fjöldi leikja)
Albert Guðmundsson 7,7 (5)
Hákon Arnar Haraldsson 7,5 (6)
Ísak Bergmann Jóhannesson 7,17 (6)
Elías Rafn Ólafsson 7,08 (6)
Sverrir Ingi Ingason 7 (6)
Kristian Hlynsson 6,88 (5)
Daníel Tristan Guðjohnsen 6,88 (4)
Daníel Leó Grétarsson 6,6 (5)
Brynjólfur Willumsson 6,5 (4)
Andri Lucas Guðjohnsen 6,3 (5)
Jón Dagur Þorsteinsson 6,25 (6)
Guðlaugur Victor Pálsson 6,17 (6)
Mikael Egill Ellertsson 6,17 (6)

Spiluðu færri en fjóra leiki
Jóhann Berg Guðmundsson 7,25 (2)
Stefán Teitur Þórðarson 6,25 (2)
Sævar Atli Magnússon 6 (3)
Mikael Anderson 6 (2)
Logi Tómasson 6 (2)
Þórir Jóhann Helgason 6,5 (1)
Bjarki Steinn Bjarkason 6 (1)
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Athugasemdir
banner
banner