Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
banner
   mán 24. nóvember 2025 15:18
Elvar Geir Magnússon
Juventus án mikilvægra manna í Noregi
Federico Gatti er veikur.
Federico Gatti er veikur.
Mynd: EPA
Það eru meiðsla- og veikindavandræði að hrjá Juventus en meðal leikmanna sem fóru ekki með í flugvélina til Noregs eru Gleison Bremer, Daniele Rugani og Federico Gatti.

Juventus mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt í Meistaradeildinni á morgun.

Varnarmaðurinn Gatti er með flensu og gat ekki æft í morgun. Það eru tveir aðrir varnarmenn fjarverandi; Bremer hefur ekki spilað síðan í október og Rugani meiddist í síðustu viku og missti af leiknum gegn Fiorentina á laugardaginn.

Juventus hefur enn ekki unnið leik í Meistaradeildinni á þessu tímabili, er með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Liðið þarf á sigri að halda til að vera í baráttunni um að komast áfram.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir