Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
banner
   mán 24. nóvember 2025 09:40
Elvar Geir Magnússon
Rooney: Salah er ekki að hjálpa liðinu
Það gengur illa hjá Salah og félögum.
Það gengur illa hjá Salah og félögum.
Mynd: EPA
Arne Slot ætti að taka Mohamed Salah úr byrjunarliði Liverpool, að mati Wayne Rooney fyrrum sóknarmanns Manchester United.

Egyptinn er með fimm mörk á tímabilinu en Liverpool tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest um helgina.

„Salah er ekki að hjálpa liðinu varnarlega. Ef ég væri Slot þá myndi ég reyna að taka stórar ákvarðanir til að hafa áhrif á aðra í liðinu. Hann er goðsögn hjá félaginu en hvaða skilaboð sendir það til þeirra sem sitja á bekknum og sjá hann ekki vera að hlaupa," segir Rooney.

Salah, sem er 33 ára, var marka- og stoðsendingahæstur í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var valinn leikmaður tímabilsins.

Erfiðlega hefur gengið hjá Liverpool á þessu tímabili, liðið er í ellefta sæti með 18 stig úr tólf leikjum.

„Þeir eru að fara í gegnum erfiðan tíma. Það verður að horfa til áfallsins með Jota en það er samt ekki afsökun fyrir því að vera ekki að berjast eða fara í tæklingar," segir Rooney.
Athugasemdir
banner