Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
banner
   mán 24. nóvember 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virtist á leið í Val en samdi í Njarðvík - „Mjög ánægður með þessa lendingu"
Mynd: Njarðvík
Var aðstoðarþjálfari Hemma Hreiðars hjá HK.
Var aðstoðarþjálfari Hemma Hreiðars hjá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Geir Heiðarsson var á föstudag tilkynntur sem aðstoðarþjálfari Davíðs Smára Lamude hjá Njarðvík. Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hjá Donna. Hann aðstoðaði Hermann Hreiðarsson hjá HK á síðasta tímabili og var hér á Fótbolta.net sterklega orðaður við Val þegar Hermann var í viðræðum við félagið, en ekkert varð úr því að Donni færi þangað.

Fótbolti.net ræddi við Donna sem er þrítugur Húsvíkingur sem hefur starfað hjá Leikni og HK.

„Ég er mjög ánægður með þessa lendingu þetta hefur tekið smá tíma því það hefur ýmislegt gengið á síðustu vikur en ég hef verið í mjög góðu samtali við Davíð og Rafn Markús yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík. Þeir hafa sýnt mér gríðarlega mikinn áhuga og eru staðráðnir í því að taka næsta skref með liðið og það heillaði mig. Ég er mjög spenntur að byrja að vinna með Davíð og liðinu," segir Donni.

Hann var spurður út í sögurnar um að hann hefði verið á leið í Val en vildi ekki tjá sig um það.

Kom til greina að vera áfram hjá HK?

„Ég hef verið að safna mér reynslu síðustu ár og hef verið mjög heppinn að hafa fengið að aðstoða marga öfluga þjálfara. Þegar að það var orðið ljóst að Hemmi væri að fara þá kom upp smá óvissa hjá mér. Ég fer í viðræður við nokkur félög og HK ræður sinn þjálfara sem tekur með sér sitt teymi. Svo ég í raun tala aldrei við HK um áframhaldandi starf eftir að Hemmi fer í viðræður við Val."

„Nú er ég bara að kynnast Njarðvíkurliðinu og set allt í botn þar,"
segir Donni.
Athugasemdir
banner
banner