Hollenski framherjinn Wout Weghorst skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í kvöld er hann kom liðinu í 2-0 gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildabikarsins.
                
                
                                    Weghorst kom til United á láni frá Burnley fyrr í þessum mánuði en hann var að spila þriðja leik sinn fyrir félagið í kvöld.
Fyrsta markið kom undir lok fyrri hálfleiks gegn Forest. Antony átti skot sem Wayne Hennessey varði út í teiginn og þar var Weghorst eins og gammur í teignum og afgreiddi boltann í markið.
United á leið með gott veganesti í síðari leikinn eins og staðan er núna.
Sjáðu markið hjá Weghorst hér
Hollendingurinn fljúgandi er vaknaður. Gagnrýna hann meira, takk.
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) January 25, 2023
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                        
        
         
                    
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                