Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 25. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
FH hefur misst flestar mínútur en KR minnst
Fylkir og Víkingur hafa misst flest mörk
KR hefur lítið misst í vetur.
KR hefur lítið misst í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leifur Grímsson hefur tekið saman tölfræði yfir helstu breytingar á liðunum í Pepsi Max-deildinni í vetur. Leifur skoðaði hvaða leikmenn eru farnir frá síðasta tímabili og reiknaði út hversu mörg % af mínútum þeir spiluðu fyrir sín lið. Taflan hjá Leifi er neðst í fréttinni.

FH-ingar hafa í vetur misst leikmenn sem spiluðu samtals 34% af mínútum liðsins í fyrra en KA kemur þar á eftir með 27% af mínútum.

KR hefur misst minnst eða einungis 4% af mínútum frá því á síðasta tímabili. Skúli Jón Friðgeirsson og Sindri Snær Jensson eru hættir en það eru einu mennirnir sem Íslandsmeistararnir hafa misst.

Þegar kemur að mörkum hefur Fylkir misst mest eða 34% af mörkum sínum og munar þar mest um Geoffrey Castillion sem skoraði tíu mörk í fyrra.

Víkingur R. hefur misst 32% af mörkum sínum síðan á síðasta tímabili en þar munar mest um Guðmund Andra Tryggvason sem skoraði sjö mörk og Kwame Quee sem skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner