Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Smalling dreymir um endurkomu í landsliðið
Mynd: Getty Images
Chris Smalling hefur leikið vel með Roma á láni frá Manchester United á þessu tímabili. Hinn þrítugi Smalling segist ennþá halda í vonina að vinna sér hinn sæti í enska landsliðinu fyrir EM í sumar.

Smalling hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í nóvember árið 2017 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, sagði þá að hann væri ekki ánægður með sendingargetu leikmannsins.

Southgate mætti á leik Roma og Inter í desember og er greinilega að fylgjast með Smalling.

„Hann er að sýna áhuga með því að koma til Rómar að horfa á leiki og vonandi get ég haldið áfram að standa mig vel þannig að dyrnar standi opnar og ég geti komist í gegn," sagði Smalling.

„Það væri ótrúlegt. Það hefur verið ótrúleg tilfinning að spila landsleiki en það er talsvert liðið frá þeim síðasta. Hvort sem það gerist í mars eða ekki þá mun ég ekki gefast upp."
Athugasemdir
banner
banner
banner