Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 25. febrúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Norðmaður á bakvið forritið sem finnur upplýsingar úr Fantasy leiknum
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Henning, 32 ára stuðningsmaður Aston Villa frá Noregi, hefur viðurkennt að hann hafi búið til forrit á Twitter sem skoðar upplýsingar um liðsval leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í Fantasy deildinni.

Margir leikmenn og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru með sitt lið í Fantasy deildinni en þar velja menn draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir atriði eins og að skora mörk og halda hreinu

Nokkrir leikmenn Aston Villa tóku Jack Grealish úr Fantasy liði sínu fyrir síðustu helgi og þannig bárust fréttir á Twitter að hann væri ekki leikfær fyrir leikinn gegn Leicester á sunnudag. Aston Villa ku nú hafa bannað leikmönnum sínum að taka þátt í Fantasy leiknum.

Forritið sem Henning hannaði benti á það á Twitter á föstudaginn að margir hjá Aston Villa hefðu ákveðið að taka Grealish úr Fantasy liðinu.

Henning ákvað að búa til forritið þegar hann heyrði fyrr á tímabilinu að Andy Robertson hefði tekið liðsfélaga sinn Sadio Mane úr Fantasy liði sínu.

Henning fór að skoða málið og komst að því að margir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni taka þátt í Fantasy deildinni og mörg lið eru með einkadeildir innan sinna raða.

Henning segist ekki vera leiður yfir því þó að upplýsingar af Grealish hafi mögulega truflað lið hans Aston Villa.

„Ég get skilið pirring þeirra en þetta eru upplýsingar sem eru nú þegar aðgengilegar. Ég set þær bara upp og birti á Twitter," sagði Henning við BBC en hann telur að önnur félög hafi mögulega áður reynt að fiska upplýsingar um liðsval með þessum hætti.

„Þau vita að leikmenn andstæðinganna spila í Fantasy deildinni og ég myndi ímynda mér að stór félög séu með einhverja sérfræðinga sem hafa nú þegar aðgang að þessum upplýsingum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner