Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. febrúar 2023 16:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Ings í ham í fyrsta byrjunarliðsleiknum - Martinelli hetja Arsenal
Mynd: Getty Images

Gabriel Martinelli var hetja Arsenal þegar liðið lagði Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar.


Leandro Trossard skoraði glæsilegt mark um miðjan fyrri hálfleikinn en eftir að atvikið var skoðað í VAR dæmdi Craig Pawson markið af. Ben White var talinn brotlegur í aðdragandanum þar sem hann hélt í Danny Ward markvörð Leicester þegar hann var að reyna ná til boltans.

Staðan var því markalaus í hálfleik en Gabriel Martinelli kom Arsenal yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og það reyndist sigurmarkið.

Danny Ings var í fyrsta sinn í byrjunarliði West Ham síðan hann kom til liðsins frá Aston Villa í janúar. Hann skoraði sín fyrstu mörk í dag þegar liðið mætti Nottingham Forest.

Hann skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en Declan Rice og Michail Antonio bættu sitthvoru markinu við.

Junior Firpo var hetja Leeds í sigri á Southampton í fyrsta leik liðsins undir stjórn Javi Gracia. Þá vann Aston Villa góðan sigur á Everton sem er aftur komið í fallsæti.

Everton 0 - 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('63 , víti)
0-2 Emiliano Buendia ('81 )

Leeds 1 - 0 Southampton
1-0 Junior Firpo ('77 )

Leicester City 0 - 1 Arsenal
0-1 Gabriel Martinelli ('46 )

West Ham 4 - 0 Nott. Forest
1-0 Danny Ings ('70 )
2-0 Danny Ings ('73 )
3-0 Declan Rice ('78 )
4-0 Michail Antonio ('85 )


Athugasemdir
banner
banner
banner