lau 25. febrúar 2023 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Firpo velur andrúmsloftið á Elland Road framyfir Camp Nou
Mynd: Getty Images

Junior Firpo leikmaður Leeds United segir andrúmsloftið á Elland Road heimavelli liðsins betra en á Camp Nou heimavelli Barcelona.


Firpo gekk til liðs við Leeds frá Barcelona sumarið 2021 en hann hefur leikið 38 leiki fyrir félagið.

Hann var í viðtali þar sem hann var spurður hvort væri betra: Fullur Elland Road eða fullur Camp Nou?

„Fullur Elland Road, Camp Nou er mjög stór leikvangur, það komast 90 þúsund manns fyrir. Það er magnað en yfirleitt eru fleiri túristar en stuðningsmenn. Þeir fara þangað til að horfa á bestu leikmennina spila, fóru þangað einu sinni til að sjá Messi spila. Þeir klappa bara og segja 'Vá'," sagði Firpo.

„Þetta er allt öðruvísi hérna. Það eru um það bil 40 þúsund manns sem öskra allan tíman, ég elska það."


Athugasemdir
banner
banner
banner