Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 11:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guimaraes og Joelinton fóru í sérstaka klippingu fyrir úrslitaleikinn

Brasilíumennirnir Bruno Guimaraes og Joelinton urðu enn vinsælli meðal stuðningsmanna Newcastle eftir að myndir af þeim eftir klippingu birtust á samfélagasmiðlum.


Newcastle mætir Manchester United í úrslitaleik deildabikarsins á morgun en Guimaraes og Joelinton skelltu sér í sérstaka klippingu fyrir leikinn.

Þeir létu klippa hjarta í hárið á sér í Newcastle litunum og það hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá stuðningsmönnum Newcastle.

Þeir hafa reynst liðinu mjög vel en Joelinton var fenginn til liðsins til að skora mörk, það gekk ekki vel svo hann var færður aftar á völlinn og hefur blómstrað í nýrri stöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner