Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 25. febrúar 2023 12:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Keflavík og Fylkir skyldu jöfn í hörkuleik
Nikulás Val
Nikulás Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 2-2 Fylkir
0-1 Nikulás Val Gunnarsson ('7 )
1-1 Sindri Þór Guðmundsson ('40 )
2-1 Sami Kamel ('55 víti)
2-2 Birkir Eyþórsson ('83 )


Það var flautað til leiks í Reykjanesbæ kl. 11 í fyrsta leik Lengjubikarsins í dag en það er mikil dagskrá í allan dag.

Keflavík fékk Fylki í heimsókn en gestirnir hófu leikinn mun betur og það skilaði sér strax á sjöundu mínútu þegar Nikulás Val Gunnarsson kom boltanum í netið eftir frábæran undirbúning Ragnars Braga Sveinssonar.

Keflavík komst betur inn í leikinn eftir markið og náði að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks eftir vel útfærða skyndisókn sem Sindri Þór Guðmundsson batt endahnútinn á.

Keflvíkingar náðu svo forystunni þegar Sami Kamel skoraði úr vítaspyrnu.

Birkir Eyþórsson kom inn á af bekknum í lið Fylkis og tryggði liðinu stig með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateiginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner