Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 11:40
Aksentije Milisic
Arsenal setti met eftir sigurinn á Newcastle í gær
Fagnað í gærkvöldi.
Fagnað í gærkvöldi.
Mynd: EPA

Arsenal hefur verið að spila frábærlega að undanförnu en liðið valtaði yfir Newcastle í gær í ensku úrvalsdeildinni.


Botman skoraði sjálfsmark á átjándu mínútu leiksins og stuttu síðar bætti Kai Havertz við öðru marki Arsenal. Bukayo Saka og Jakub Kiwior gerðu svo út um leikinn áður en Newcastle náði inn einu sárabótamarki undir lokin.

Það sem var áhugavert við sigur Arsenal er að liðið hefur nú skorað tvö mörk eða fleiri í sjö hálfleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Það er nýtt met en ekkert lið hefur áður gert það í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta byrjaði allt með því þegar Arsenal skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum gegn Liverpool þann 4. febrúar og í kjölfarið komu stórir sigrar gegn West Ham, Burnley og nú Newcastle þar sem liðið hefur skorað tvö mörk eða fleiri í báðum hálfleikjum þessara leikja.

Ótrúlegt afrek og spurning hvort liðið haldi áfram að bæta við þetta met þegar það mætir botnliði deildarinnar, Sheffield United, þann 4. mars. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner