Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Icelandair
Hlín á æfingunni í dag.
Hlín á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á æfingunni.
Góð stemning á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín fagnar marki.
Hlín fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum að ljúka við að fara yfir þann leik saman á fundi. Alls ekki okkar besti leikur en það eru jákvæðir punktar engu að síður. Það eru einföld atriði sem við þurfum að laga en ég hef fulla trú á því að okkur takist að laga það fyrir þriðjudaginn," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í dag.

Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik; seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar. Hlín var fremsti leikmaður Íslands en hún var ekki mikið í boltanum.

„Það var mikil þolinmæðisvinna að spila sem framherji í þessum leik. Ég fékk boltann mjög sjaldan og það er eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik, finna út úr því hvort ég þurfi að mæta boltanum neðar eða hvort ég þurfi að hlaupa enn meira á bak við," segir Hlín.

„Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en það er alltaf gaman að spila landsleik samt sem áður."

Býst ekki við eins leik
Það er margt sem íslenska liðið getur bætt fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn.

„Já, alveg klárlega. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga og þá held ég að við getum náð mjög góðri frammistöðu," segir Hlín. „Mér fannst við ekki betri en þær á föstudaginn en þær eru mjög öðruvísi lið. Þetta eru mjög ólík lið og það er erfitt að bera þau saman. Stefnan er klárlega að vera betri en þær á þriðjudaginn."

Hlín býst við öðruvísi leik á þriðjudaginn. „Ég held að það muni muna smá fyrir okkur að spila á gervigrasinu. Vonandi náum við að halda aðeins betur í boltann. Svo erum við á heimavelli og vonandi gefur það okkur eitthvað. Ég býst ekki við alveg eins leik."

Frekar verið til í Valsvöllinn
Það eru margir leikmenn í hópnum með Blikatengingu en það er alls ekki þannig hjá Hlín. Hvernig líst henni að spila á Kópavogsvelli?

„Mér finnst gaman að spila á Íslandi en ég er ekki stærsti aðdáandi Kópavogsvallar," sagði Hlín og hló. „Ég hefði frekar verið til í að spila á Valsvellinum en þetta er góður völlur, góðir klefar og góð aðstaða. Vonandi mætir fólk á völlinn þó leikurinn sé klukkan 14:30."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner