Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
   sun 25. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Icelandair
Hlín á æfingunni í dag.
Hlín á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á æfingunni.
Góð stemning á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín fagnar marki.
Hlín fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum að ljúka við að fara yfir þann leik saman á fundi. Alls ekki okkar besti leikur en það eru jákvæðir punktar engu að síður. Það eru einföld atriði sem við þurfum að laga en ég hef fulla trú á því að okkur takist að laga það fyrir þriðjudaginn," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í dag.

Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik; seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar. Hlín var fremsti leikmaður Íslands en hún var ekki mikið í boltanum.

„Það var mikil þolinmæðisvinna að spila sem framherji í þessum leik. Ég fékk boltann mjög sjaldan og það er eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik, finna út úr því hvort ég þurfi að mæta boltanum neðar eða hvort ég þurfi að hlaupa enn meira á bak við," segir Hlín.

„Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en það er alltaf gaman að spila landsleik samt sem áður."

Býst ekki við eins leik
Það er margt sem íslenska liðið getur bætt fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn.

„Já, alveg klárlega. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga og þá held ég að við getum náð mjög góðri frammistöðu," segir Hlín. „Mér fannst við ekki betri en þær á föstudaginn en þær eru mjög öðruvísi lið. Þetta eru mjög ólík lið og það er erfitt að bera þau saman. Stefnan er klárlega að vera betri en þær á þriðjudaginn."

Hlín býst við öðruvísi leik á þriðjudaginn. „Ég held að það muni muna smá fyrir okkur að spila á gervigrasinu. Vonandi náum við að halda aðeins betur í boltann. Svo erum við á heimavelli og vonandi gefur það okkur eitthvað. Ég býst ekki við alveg eins leik."

Frekar verið til í Valsvöllinn
Það eru margir leikmenn í hópnum með Blikatengingu en það er alls ekki þannig hjá Hlín. Hvernig líst henni að spila á Kópavogsvelli?

„Mér finnst gaman að spila á Íslandi en ég er ekki stærsti aðdáandi Kópavogsvallar," sagði Hlín og hló. „Ég hefði frekar verið til í að spila á Valsvellinum en þetta er góður völlur, góðir klefar og góð aðstaða. Vonandi mætir fólk á völlinn þó leikurinn sé klukkan 14:30."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner