Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 25. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Icelandair
Hlín á æfingunni í dag.
Hlín á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á æfingunni.
Góð stemning á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín fagnar marki.
Hlín fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum að ljúka við að fara yfir þann leik saman á fundi. Alls ekki okkar besti leikur en það eru jákvæðir punktar engu að síður. Það eru einföld atriði sem við þurfum að laga en ég hef fulla trú á því að okkur takist að laga það fyrir þriðjudaginn," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í dag.

Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik; seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar. Hlín var fremsti leikmaður Íslands en hún var ekki mikið í boltanum.

„Það var mikil þolinmæðisvinna að spila sem framherji í þessum leik. Ég fékk boltann mjög sjaldan og það er eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik, finna út úr því hvort ég þurfi að mæta boltanum neðar eða hvort ég þurfi að hlaupa enn meira á bak við," segir Hlín.

„Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en það er alltaf gaman að spila landsleik samt sem áður."

Býst ekki við eins leik
Það er margt sem íslenska liðið getur bætt fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn.

„Já, alveg klárlega. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga og þá held ég að við getum náð mjög góðri frammistöðu," segir Hlín. „Mér fannst við ekki betri en þær á föstudaginn en þær eru mjög öðruvísi lið. Þetta eru mjög ólík lið og það er erfitt að bera þau saman. Stefnan er klárlega að vera betri en þær á þriðjudaginn."

Hlín býst við öðruvísi leik á þriðjudaginn. „Ég held að það muni muna smá fyrir okkur að spila á gervigrasinu. Vonandi náum við að halda aðeins betur í boltann. Svo erum við á heimavelli og vonandi gefur það okkur eitthvað. Ég býst ekki við alveg eins leik."

Frekar verið til í Valsvöllinn
Það eru margir leikmenn í hópnum með Blikatengingu en það er alls ekki þannig hjá Hlín. Hvernig líst henni að spila á Kópavogsvelli?

„Mér finnst gaman að spila á Íslandi en ég er ekki stærsti aðdáandi Kópavogsvallar," sagði Hlín og hló. „Ég hefði frekar verið til í að spila á Valsvellinum en þetta er góður völlur, góðir klefar og góð aðstaða. Vonandi mætir fólk á völlinn þó leikurinn sé klukkan 14:30."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner