Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 25. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Icelandair
Hlín á æfingunni í dag.
Hlín á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á æfingunni.
Góð stemning á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín fagnar marki.
Hlín fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum að ljúka við að fara yfir þann leik saman á fundi. Alls ekki okkar besti leikur en það eru jákvæðir punktar engu að síður. Það eru einföld atriði sem við þurfum að laga en ég hef fulla trú á því að okkur takist að laga það fyrir þriðjudaginn," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í dag.

Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik; seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar. Hlín var fremsti leikmaður Íslands en hún var ekki mikið í boltanum.

„Það var mikil þolinmæðisvinna að spila sem framherji í þessum leik. Ég fékk boltann mjög sjaldan og það er eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik, finna út úr því hvort ég þurfi að mæta boltanum neðar eða hvort ég þurfi að hlaupa enn meira á bak við," segir Hlín.

„Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en það er alltaf gaman að spila landsleik samt sem áður."

Býst ekki við eins leik
Það er margt sem íslenska liðið getur bætt fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn.

„Já, alveg klárlega. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga og þá held ég að við getum náð mjög góðri frammistöðu," segir Hlín. „Mér fannst við ekki betri en þær á föstudaginn en þær eru mjög öðruvísi lið. Þetta eru mjög ólík lið og það er erfitt að bera þau saman. Stefnan er klárlega að vera betri en þær á þriðjudaginn."

Hlín býst við öðruvísi leik á þriðjudaginn. „Ég held að það muni muna smá fyrir okkur að spila á gervigrasinu. Vonandi náum við að halda aðeins betur í boltann. Svo erum við á heimavelli og vonandi gefur það okkur eitthvað. Ég býst ekki við alveg eins leik."

Frekar verið til í Valsvöllinn
Það eru margir leikmenn í hópnum með Blikatengingu en það er alls ekki þannig hjá Hlín. Hvernig líst henni að spila á Kópavogsvelli?

„Mér finnst gaman að spila á Íslandi en ég er ekki stærsti aðdáandi Kópavogsvallar," sagði Hlín og hló. „Ég hefði frekar verið til í að spila á Valsvellinum en þetta er góður völlur, góðir klefar og góð aðstaða. Vonandi mætir fólk á völlinn þó leikurinn sé klukkan 14:30."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner