Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 11:20
Aksentije Milisic
Silva eftir sigurinn á Old Trafford: Augljóst að betra liðið vann
Mynd: EPA

Fulham vann dramatískan sigur á Manchester United í gær í ensku úrvalsdeildinni en Alex Iwobi gerði sigurmark leiksins í uppbótartímanum.


Calvin Bassey hafði komið Fulham í forystu en Harry Maguire jafnaði metin seint í leiknum. Man Utd sótti grimmt undir lok leiks og gerði allt til að vinna leikinn en það kom í bakið á liðinu. Gestirnir frá London náði góðri skyndisókn sem endaði með smekklegu marki frá Iwobi.

„Það er augljóst að betra liðið vann leikinn,” sagði Marco Silva, stjóri Fulham eftir leikinn.

„Það er frábært fyrir okkur að koma hér og sigra lið sem hefur verið á góðu skriði. Við vissum að við þyrftum að sýna mikil gæði og við gerðum það.”

„Þeir áttu tvö til þrjú augnablik líka, þeir eru með frábært lið. Við hins vegar stjórnuðu leiknum mjög vel. Ég er sáttur með hvernig við byrjuðum síðari hálfleikinn.”

Flottur sigur hjá Fulham sem er nú í tólfta sæti deildarinnar með 32 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner