Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur útnefnt Ívar Orra Kristjánsson sem dómara í milliriðlum í undankeppni EM 2023 hjá U19 ára landsliðum karla.
Ívar Orri, sem er einn af fimm íslenskum dómurum með fullkláruð dómararéttindi, fær að dæma milliriðil sem fer fram á Írlandi og er í fullu fjöri þessa dagana.
Ívar fór í verkefnið 22. mars og snýr ekki heim fyrr en eftir helgi, þriðjudaginn 28. mars.
Hann fékk Guðmund Inga Bjarnason með sér út sem aðstoðardómara, en Guðmundur Ingi var ekki skráður á FIFA-dómaralista Íslands í desember í fyrra.
Grikkir, Eistar og Slóvakir leika í riðli 5 ásamt Írum.
Athugasemdir