Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 25. mars 2023 12:20
Aksentije Milisic
Zlatan elsti leikmaðurinn í sögunni sem spilar í undankeppni EM
Mynd: Getty Images

Sænski snillingurinn Zlatan Ibrahimovic kom inn á í gær í tapi Svíþjóðs gegn Belgíu í F-riðli í undankeppni EM.


Zlatan spilaði rúmt korter en hann kom inn fyrir Alexander Isak, leikmann Newcastle United, þegar staðan var 2-0 Belgum í vil. Slæm byrjun á undankeppninni hjá Svíum en Zlatan bætti hins vegar met.

Hann er nú elsti leikmaðurinn í sögunni sem tekur þátt í undankeppni EM en Zlatan er 41 árs gamall. Á dögunum varð hann elsti leikmaðurinn sem skorar í Serie A deildinni en þá skoraði hann af vítapunktinum í 3-1 tapi gegn Udinese.

Romelu Lukaku skoraði þrennu í leiknum í gær sem lauk með öflugum 3-0 útisigri Belga. Svíþjóð mætir Azerbaijan á mánudaginn kemur í leik sem verður að vinnast fyrir þá.

„Ég vil halda áfram að spila, mér líður vel og þetta er í forgangi hjá mér. Mér líður vel hjá Milan, ef þeir vilja halda mér þá er ég ánægður. Ég er til staðar," sagði Zlatan.


Athugasemdir