Brasilía spilar við erkifjendurna og nágrannana í heimsmeistaraliði Argentínu í undankeppni fyrir HM og spjallaði Raphinha við Romário fyrir leikinn.
Romário er goðsögn í brasilíska landsliðinu og er Raphinha á góðri leið með að verða sjálfur mikilvægur partur af sögu brasilíska landsliðsins ef honum og liðsfélögunum tekst að sigra stórmót á næstu árum.
„Við munum sigra Argentínu, ég hef engar efasemdir um það. Við munum sigra þá bæði innan og utan vallar," sagði Raphinha við Romário.
„Ætlarðu að skora mark?" spurði Romário þá.
„Já, ég mun legga allt í sölurnar," svaraði Raphinha.
„Slátra þeim?" spurði Romário.
„Slátra þeim." svaraði Raphinha að lokum.
Þeir ræddu einnig um Ballon d'Or en Raphinha segist ekki hugsa um einstaklingsverðlaun.
„Ég er ekki að hugsa um einstaklingsverðlaun en staðreyndin er sú að því fleiri keppnir sem liðið mitt vinnur, því líklegri verð ég til að hljóta einstaklingsverðlaun.
„Ég læt einstaklingsverðlaun ekki trufla mig, ég er alltaf með fulla einbeitingu á næsta leik."
Athugasemdir