Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
   þri 25. mars 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Japan og Suður-Kórea í góðri stöðu þrátt fyrir jafntefli
Íran fer á HM
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í undankeppni Asíuþjóða fyrir HM í dag, þar sem Japan gerði markalaust jafntefli við Sádi-Arabíu á meðan Suður-Kóreu tókst ekki að sigra gegn Jórdaníu.

Takefusa Kubo, Daichi Kamada og Daizen Maeda voru í ógnarsterku byrjunarliði Japana ásamt Wataru Endo, Yukinari Sugawara, Ko Itakura og Hiroki Ito meðal annars.

Son Heung-min lagði upp í 1-1 jafntefli gegn Jórdaníu og var Hwang Hee-chan einnig í byrjunarliði Kóreubúa.

Japan er svo gott sem búið að tryggja sér þátttöku á HM á næsta ári þar sem liðið er með 20 stig eftir 8 umferðir. Suður-Kórea er með 16 stig og er í góðri stöðu í sínum riðli.

Palestína og Írak eru einnig í riðlinum ásamt Kóreubúum og fékk Írak tækifæri til að stytta bilið á milli sín og Kóreu niður í eitt stig en mistókst ætlunarverk sitt. Írak tapaði afar óvænt 2-1 gegn Palestínu, sem vann sinn fyrsta leik í undankeppninni og er komin með 6 stig eftir 8 umferðir.

Ástralía er öðru sæti í riðlinum með Japan eftir annan sigur í röð. Ástralir eiga 13 stig og eru þremur stigum fyrir ofan Sádi-Arabíu sem er í þriðja sæti. Tvær efstu þjóðir úr hverjum riðli komast beint á HM.

Kirgistan sigraði þá gegn Katar á meðan Íran og Úsbekistan skildu jöfn, 1-1. Íran og Úsbekistan mættust í toppslag síns riðils og er Íran búið að tryggja sér þátttöku á HM. Úsbekistan er í góðri stöðu.

Óman sigraði gegn Kúveit og Indónesía lagði Barein að velli áður en Norður-Kórea tapaði heimaleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Norður-Kórea er aðeins með tvö stig eftir átta umferðir.

Þá fóru einnig leikir fram í undankeppni Asíuþjóða fyrir Asíubikarinn, þar sem Víetnam, Malasía, Filippseyjar, Líbanon og Sýrland voru meðal sigurþjóða.

Japan 0 - 0 Sádi-Arabía

Suður-Kórea 1 - 1 Jórdanía

Kína 0 - 2 Ástralía

Palestína 2 - 1 Írak

Íran 2 - 2 Úsbekistan

Norður-Kórea 1 - 2 Sameinuðu arabísku furstadæmin

Kúveit 0 - 1 Óman

Kirgistan 3 - 1 Katar

Indónesía 1 - 0 Barein

Athugasemdir
banner
banner