Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. apríl 2021 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Lille með magnaða endurkomu - Gríðarlega spennandi
Burak Yilmaz í leik á Laugardalsvelli.
Burak Yilmaz í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarleg spenna um titilinn í frönsku úrvalsdeildinni. Það eru núna fjórar umferðir eftir af deildinni.

Lille fékk virkilega erfitt próf í kvöld en stóðst það með prýði. Þeir heimsóttu Lyon og tókst að lokum að knýja fram 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir. Burak Yilmaz minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og hann var svo aftur á skotskónum í seinni hálfleik. Jonathan David jafnaði og Yilmaz gerði sigurmarkið.

Lille er á toppnum með einu stigi meira en Paris Saint-Germain sem er í öðru sæti. PSG lagði Metz að velli í gær, 3-1. Kylian Mbappe skoraði þar tvennu fyrir PSG.

Mónakó hefur verið á frábæru skriði að undanförnu og er í þriðja sæti eftir flottan 1-0 sigur á Angers í kvöld. Mónakó er tveimur stigum frá toppnum.

Það er spurning hvort þetta hafi orðið að þriggja hesta kapphlaupi í kvöld því Lyon er núna sex stigum frá Lille. Með sigri hefðu þeir jafnað þá að stigum og PSG væri á toppnum.
Athugasemdir
banner