Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. apríl 2021 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola ekki hrifinn af tímasetningu úrslitaleiksins
Mynd: Getty Images
Manchester City mætir Tottenahm í úrslitaleik deildabikarsins klukkan 15:30 í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Pep Guardiola, stjóri City, er ekki mjög hrifinn af tímasetningunni. Hann segir að venjulega sé keppnin búin fyrr en núna sé hún rétt á undan mikilvægum deildarleik og draumaleik gegn PSG í Meistaradeildinni.

„Það verður að taka öllum leikjum alvarlega og auðvitað viljum við vinna. Úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin, svo kemur Meistaradeildin eða Evrópudeildin, svo enski bikarinn og svo deildabikarinn," segir Guardiola.

„Því miður er þessari keppni ekki lokið snemma á árinu eins og venjulega. Núna erum við að spila í miðri törn á mikilvægum tímapunkti á leiktíðinni. Meistaradeildin er eftir þrjá daga og Crystal Palace um næstu helgi. Annað augað er á þeim leikjum."

„Carabao er fín keppni, við höfum unnið þrjá og viljum vinna fjórða úrslitaleikinn. En PSG er þarna og Crystal Palace er þarna,"
sagði Guardiola á blaðamannafundi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner