Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   sun 25. apríl 2021 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Griezmann í essinu sínu í Villarreal - Glæsileg vippa
Griezmann og Messi í dag
Griezmann og Messi í dag
Mynd: EPA
Unal (í bláu)
Unal (í bláu)
Mynd: EPA
Tveimur leikjum er lokið í spænsku La Liga í dag. Barcelona vann 1-2 útisigur á Villarreal og Getafe lagði Huesca á útivelli.

Antoine Griezmann reyndist hetja Barcelona þegar hann skoraði bæði mörkin í sigri gestanna í Villarreal í dag. Samuel Chukweze kom Villarreal yfir á 26. mínútu en Griezmann jafnaði á 28. mínútu og skoraði sigurmarkið á 35. mínútu.

Jöfnunarmarkið var glæsileg vippa yfir Sergio Asenjo en það sigurmarkið kom eftir slæm varnarmistök heimamanna, léleg sending til baka endaði hjá Griezmann sem skoraði. Manu Trigueros fékk að líta rauða spjaldið hjá gulum á 65. mínútu eftir ljótt brot á Lionel Messi.

Smelltu hér til að sjá rauða spjaldið.
Smelltu hér til að sjá vippuna laglegu.

Barcelona er með 71 stig, tveimur stigum minna en topplið Atletico Madrid sem spilar í kvöld.

Huesca er þá áfram í fallsæti eftir 0-2 tap gegn Getafe á heimavelli. Enes Unal skoraði bæði mörk Getafe í leiknum.

Loks var Diego Jóhannesson í byrjunarliði Real Oviedo þegar liðið tapaði 0-1 gegn Girona í B-deildinni. Diego lék fyrstu 67 mínútur leiksins.

Huesca 0 - 2 Getafe
0-1 Enes Unal ('20 )
0-2 Enes Unal ('52 )

Villarreal 1 - 2 Barcelona
1-0 Samuel Chimerenka Chukweze ('26 )
1-1 Antoine Griezmann ('28 )
1-2 Antoine Griezmann ('35 )
Rautt spjald: Manu Trigueros, Villarreal ('65)

Framundan:
Sevilla 16:30 Granada CF
Celta 16:30 Osasuna
Athletic 19:00 Atletico Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 21 17 1 3 57 22 +35 52
2 Real Madrid 21 16 3 2 45 17 +28 51
3 Atletico Madrid 21 13 5 3 38 17 +21 44
4 Villarreal 20 13 2 5 37 21 +16 41
5 Espanyol 21 10 4 7 25 25 0 34
6 Betis 21 8 8 5 34 27 +7 32
7 Celta 21 8 8 5 29 23 +6 32
8 Real Sociedad 21 7 6 8 29 29 0 27
9 Osasuna 21 7 4 10 24 25 -1 25
10 Girona 21 6 7 8 21 35 -14 25
11 Elche 21 5 9 7 29 29 0 24
12 Sevilla 21 7 3 11 28 33 -5 24
13 Athletic 21 7 3 11 20 30 -10 24
14 Valencia 21 5 8 8 22 33 -11 23
15 Alaves 21 6 4 11 18 26 -8 22
16 Vallecano 21 5 7 9 17 28 -11 22
17 Getafe 21 6 4 11 16 27 -11 22
18 Mallorca 21 5 6 10 24 33 -9 21
19 Levante 20 4 5 11 24 34 -10 17
20 Oviedo 21 2 7 12 11 34 -23 13
Athugasemdir