Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kwame Quee snýr aftur í Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee er genginn til liðs við Víking Ólafsvík og mun því taka slaginn með liðinu í sumar. Hann kemur frá Grindavík.

Kwame kom fyrst hingað til lands árið 2017 til að spila með Víkingi Ó en færði sig til Breiðabliks árið 2020. Hann spilaði einnig með Víking R. og nú síðast með Grindavík síðasta sumar. Hann spilaði erlendis frá 2022-2024.

Hann hefur spilað 124 KSÍ leiki og skorað í þeim 33 mörk.

Hann mun taka slaginn með Víkingi Ó. í 2. deild í sumar en liðið hafnaði í 4. sæti síðasta sumar.
Athugasemdir
banner