Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. maí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Hefnd ekki í huga Klopp
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool. er ekki að leitast eftir því að ná fram hefndum gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Liðin mættust síðast í úrslitaleiknum árið 2018 og hafði Real Madrid betur, 3-1.

Mohamed Salah meiddist eftir hálftímaleik er Sergio Ramos beitti fantabrögðum og krækti í handlegg hans með þeim afleiðingum að Salah meiddist.

Loris Karius gerði tvö dýrkeypt mistök í leiknum og Madrídingar unnu þrettánda titil sinn. Klopp vill ekki hefnd.

„Þetta var erfitt kvöld fyrir okkur og það var erfitt að taka því," sagði Klopp.

„Ég held að hefnd sé ekki einhver frábær hugmynd og ég trúi ekki á slíkt. Ég skil hvað Mo sagði, hann vill útkljá einhver mál, en í Þýskalandi þá er alltaf sagt að maður hittist tvisvar í lífinu.

„Það væri frábær saga ef við fáum tækifærið til að vinna í þetta sinn en það verður ekki útaf því sem gerðist árið 2018,"
sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner