Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 15:39
Ívan Guðjón Baldursson
Frábær varsla hjá Onana - Álvarez klúðraði og Haaland skaut í slá
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United leiðir gegn Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins sem er í gangi þessa stundina, með tveimur mörkum gegn engu.

Ógnarsterkt lið Man City hefur fengið góð tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark en boltinn vill ekki rata í netið.

Erling Braut Haaland átti skot í slá í upphafi síðari hálfleiks og klúðraði Julián Álvarez svo dauðafæri áður en André Onana varði glæsilega frá Kyle Walker til að halda forystunni.

Onana er búinn að eiga góðan leik og mun vafalítið þurfa að verja meira áður en flautað verður til leiksloka.

Sjáðu klúður Alvarez

Sjáðu sláarskot Haaland
Athugasemdir
banner
banner