Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 25. maí 2024 17:16
Brynjar Óli Ágústsson
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Lengjudeildin
<b> Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis R.</b>
Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Tilfinningin bara glötuð''  segir Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis, eftir markamikið 4-3 tap gegn Gróttu í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Leiknir R.

„Fá á sig mark úr föstu leikatriði í lokinn, ný búnir að jafna leikinn 3-3. Bara ömurlegt, glatað og við hefðum klárlega átt að gera betur í því atviki og nýta betur þau t´kifæri sem við fengum.''

Leiknir fá á sig 4 mörk gegn Gróttu í dag. Fúsi var spurður út í hans mat á frammistöðu Leiknis.

„Hún var ekki góð. Byrjum að fá á okkur aula mark úr markspyrnu sem að þeir hlaupa í gegnum okkur. Eitthvað sem við ætluðum ekki að gera, fáum svo tvö mörk úr föstum leikatriðum í seinni hálfleik,''

Þrátt fyrir gott veður, þá hvassti mikið í leiknum í dag.

„Það hafði klárlega áhrif á leikinn, en það breytti engu með hvaða lið lið vann leikinn. Við búum á Íslandi og stundum er rok.''

Leiknir er aðeins með 3 stig eftir fjóra leiki í deildinni.

„Við ætluðum að vera með miklu meiri stig, það er súrt bragð í muninn núna því miður,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner