„Tilfinningin bara glötuð'' segir Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis, eftir markamikið 4-3 tap gegn Gróttu í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 Leiknir R.
„Fá á sig mark úr föstu leikatriði í lokinn, ný búnir að jafna leikinn 3-3. Bara ömurlegt, glatað og við hefðum klárlega átt að gera betur í því atviki og nýta betur þau t´kifæri sem við fengum.''
Leiknir fá á sig 4 mörk gegn Gróttu í dag. Fúsi var spurður út í hans mat á frammistöðu Leiknis.
„Hún var ekki góð. Byrjum að fá á okkur aula mark úr markspyrnu sem að þeir hlaupa í gegnum okkur. Eitthvað sem við ætluðum ekki að gera, fáum svo tvö mörk úr föstum leikatriðum í seinni hálfleik,''
Þrátt fyrir gott veður, þá hvassti mikið í leiknum í dag.
„Það hafði klárlega áhrif á leikinn, en það breytti engu með hvaða lið lið vann leikinn. Við búum á Íslandi og stundum er rok.''
Leiknir er aðeins með 3 stig eftir fjóra leiki í deildinni.
„Við ætluðum að vera með miklu meiri stig, það er súrt bragð í muninn núna því miður,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.