Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   lau 25. júní 2022 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn snéri aftur á völlinn - Spilaði hálfleik í sigri
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson snéri aftur á völlinn í 3-2 sigri Midtjylland á OB í æfingaleik í Danmörku í dag en hann hefur verið frá síðustu þrjá mánuði.

Elías Rafn handleggsbrotnaði í leik gegn Silkeborg í mars og þurfti í kjölfarið að gangast undir aðgerð.

Hann missti því af restinni af tímabilinu í Danmörku sem og landsleikjagluggunum tveimur í mars og júní.

Elías er nú klár í slaginn á nýjan leik en hann byrjaði í markinu hjá Midtjylland sem vann OB, 3-2, í æfingaleik í dag. Elías spilaði fyrri hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk en Midtjylland snéri við taflinu í þeim síðari.

Landsliðsmaðurinn, Aron Elís Þrándarson, spilaði þá síðari hálfleikinn fyrir OB.


Athugasemdir
banner
banner