Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. júní 2022 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Gareth Bale til LAFC (Staðfest)
Gareth Bale er búinn að semja við LAFC
Gareth Bale er búinn að semja við LAFC
Mynd: EPA
Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale er mættur til LAFC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en hann gerir eins árs samning við félagið. Hann staðfestir þetta á samfélagsmiðlum í dag.

Þessi 32 ára leikmaður yfirgaf Real Madrid fyrr í mánuðnum eftir að hafa eytt níu árum á Santiago Bernabeu þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.

Í dag bárust fréttir af því að Bale væri búinn að ná samkomulagi við LAFC í Bandaríkjunum og nú hefur leikmaðurinn staðfest þau tíðindi.

Hann gerir eins árs samning með möguleika á að framlengja um eitt og hálft ár.

Enskir fjölmiðlar höfðu talað um það að Bale gæti hætt eftir HM í Katar og að hann ætlaði sér að finna félag fram að mótinu en það er ekki raunin.

LAFC er nú komið með skemmtilegan leikmannahóp en Giorgio Chiellini kom til félagsins frá Juventus á dögunum og þá er Carlos Vela búinn að framlengja samning sinn við klúbbinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner