Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. júlí 2020 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Kyle Lafferty í ítölsku B-deildina (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norður-írski sóknarmaðurinn Kyle Lafferty er búinn að skrifa undir samning við Reggina sem er nýkomið aftur upp í B-deildina á Ítalíu eftir sex ára fjarveru.

Lafferty skrifaði undir tveggja ára samning en hann verður 33 ára í september.

Lafferty er hetja í heimalandinu þar sem hann hjálpaði Norður-Írum að komast á lokakeppni EM í fyrsta sinn árið 2016.

Lafferty er með reynslu úr ítölsku B-deildinni eftir dvöl sína hjá Palermo 2013-14. Hann skoraði þá 12 mörk í 36 leikjum er Palermo fór upp í efstu deild.

Framherjinn varð þó ekki eftir í Palermo vegna ágreinings við eiganda félagsins, Maurizio Zamparini. Hann lýsti leikmanninum sem stjórnlausum flagara þegar fréttamenn furðuðu sig á því hvers vegna besti leikmaður liðsins væri farinn.

„Lafferty var seldur útaf beiðni frá þjálfaranum. Hann er stjórnlaus flagari, Íri sem lifir án reglna. Þetta er maður sem hverfur í viku til að fara á kvennafar í Mílanó," sagði Zamparini á sínum tíma.

„Hann á sex börn með tveimur konum, mætir aldrei á æfingar og er algjörlega stjórnlaus. Á vellinum var hann frábær og gaf okkur allt sem hann gat en utan vallar var hann svo stjórnlaus að Beppe Iachini þjálfari gafst upp."

Hjá Reggina hittir Lafferty menn á borð við Jeremy Menez, Hachim Mastour og German Denis, sem eru allir vel þekktir í ítalska boltanum.

Lafferty lék síðast fyrir Sunderland. Undanfarin ár hefur hann spilað fyrir Sarpsborg, Rangers og Hearts.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner