lau 25. júlí 2020 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd hefur áhuga á Coman og Fati - Þrír á útleið?
Powerade
Ansu Fati er sagður á lista hjá Manchester United.
Ansu Fati er sagður á lista hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Romero á leið frá United?
Romero á leið frá United?
Mynd: Getty Images
Það er komið að laugardagsslúðrinu sem er í boði Powerade og tekið saman af BBC.



Manchester United hefur áhuga á að kaupa Kingsley Coman (24) vængmann Bayern Munchen. (Athletic)

Napoli hefur fengið samþykkt tilboð upp á tæpar 55 milljónir punda í Victor Osimhen (21) leikmann Lille. (Guardian)

Everton og Leeds hafa bæði áhuga á markverðinum Sergio Romero (33) sem er orðinn langþreyttur á bekkjarsetunni hjá Manchester United. (ESPN)

Barcelona vill drífa af að framlengja við Ansu Fati (17) til að berjast gegn áhuga Manchester United. (Sport)

Claude Puel, Marcelino Zlatko Dalic og Sabri Lamouchi eru efstir á blaði hjá Watford sem næsti stjóri félagsins. (Times)

Roma hefur birt mynd af Chris Smalling (30) í búningi sínum fyrir næstu leiktíð. Roma vill kaupa Smalling, sem er á láni hjá félaginu, frá Manchester United. (Corriere dello Sport)

United vill ekki framlengja lánssamninga Smalling og Alexis Sanchez (31 hjá Inter) því United vill selja leikmennina. (Sky Sports)

Manchester United hefur beðið Lille um að láta vita ef tilboð berst í Gabriel Magahaes (22) varnarmann félagsins. Everton, Inter og Napoli hafa áhuga. (Record)

Brighton vill fá Luca Kilian (20) frá Paderborn. (Mail)

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að Chelsea gæti orðið meistarakandídat ef félagið kaupir Jan Oblak (27) frá Atletico. (Telegraph)

Real Madrid vonast til að fá 163 milljónir punda með því að selja Gareth Bale, James Rodriguez og Luka Jovic í sumar. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner