Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham reynir aftur við Smith Rowe og McTominay
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fulham ætlar að reyna að kaupa Emile Smith Rowe og Scott McTominay í sumarglugganum.

Arsenal og Manchester United hafa þegar hafnað opnunartilboðum Fulham í leikmennina, en Sky Sports segir að félagið sé að undirbúa endurbætt tilboð.

Smith Rowe er efstur á óskalistanum og mun Fulham því reyna að kaupa hann sem fyrst.

McTominay er einnig ofarlega á óskalistanum en Fulham er einnig á höttunum eftir brasiíska miðjumanninum André hjá Fluminense. Ef McTominay reynist alltof dýr gæti félagið kosið að næla sér í André.

André er 23 ára gamall og með fimm A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, eftir að hafa spilað tæpa 200 keppnisleiki með Fluminense.

Fulham þarf að borga rúmlega 30 milljónir punda til að kaupa Smith Rowe og þá mun McTominay kosta norðan við 20 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner