sun 25. ágúst 2019 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt skot á markið á Akureyri - „Í topp fimm yfir verstu leikina"
Topplið KR náði einu skoti á markið.
Topplið KR náði einu skoti á markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri leikur dagsins í Pepsi Max-deildinni var afar braðgdaufur. KA fékk topplið deildarinnar, KR, í heimsókn á Greifavöllinn.

Það var fátt um fína drætti og engin mörk voru skoruð.

Ester Ósk Árnadóttir, fréttaritari Fótbolta.net á vellinum, tók það fram í textalýsingu sinni að aðeins eitt skot hefði ratað á markið í leiknum. Það skot var KR-inga, en KA-menn áttu ekki eitt skot á markið í leiknum.

„Það voru tvö lið á vellinum sem vildu ekki tapa. Við vildum ekki taka alltof mikla sénsa með þessa framlínu sem KA menn eru með, þeir eru mjög hættulegir. Við erum mjög ánægðir að hafa haldið hreinu og ég held að Óli Stefán sé sömuleiðis ánægður að hafa haldið hreinu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali eftir leikinn.

Lucas Arnold, sérfræðingur um Pepsi Max-deildina, segir að leikurinn á Akureyri í dag sé einn af fimm verstu leikjum sem hann hafi horft á í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner