Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. ágúst 2019 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Griezmann með tvennu í sigri Barcelona
Messi, Suarez og Dembele ekki með
Griezmann opnaði markareikinginn.
Griezmann opnaði markareikinginn.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Það var blásið til sóknar á Nývangi í kvöld er Barcelona tók á móti Real Betis.

Barcelona var án Luis Suarez, Lionel Messi og Ousmane Demebele í kvöld. Þeir eru allir að glíma við meiðsli. Messi og Suarez höfðu gaman í stúkunni, að minnsta kosti þegar Barcelona hafði náð forystunni.

Nabil Fekir kom Betis yfir í leiknum á 15. mínútu. Það er örugglega ekki leiðinlegt að opna markareikinginn á Nývangi, en Antoine Griezmann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Barcelona og jafnaði leikinn stuttu fyrir leikhlé.

Griezmann kom Barcelona yfir snemma í seinni hálfleik með laglegu skoti, 2-0. Draumaleikur fyrir Griezmann.

Hann 21 árs gamli Carles Perez skoraði þriðja mark Barcelona og Jordi Alba gladdi Messi og Suarez með fjórða marki Barcelona.

Arturo Vidal skoraði fimmta mark Börsunga áður en Loren Moron minnkaði muninn. Þar við sat og 5-2 sigur Barcelona staðreynd. Barcelona tapaði í 1. umferðinni gegn Athletic Bilbao og gott því að taka þrjú stig í kvöld. Betis er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Atletico Madrid er með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina. Vitolo tryggði Atletico 1-0 útisigur á Leganes í kvöld. Vitolo skoraði sigurmarkið þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Barcelona 5 - 2 Betis
0-1 Nabil Fekir ('15 )
1-1 Antoine Griezmann ('41 )
2-1 Antoine Griezmann ('50 )
3-1 Carles Perez ('56 )
4-1 Jordi Alba ('60 )
5-1 Arturo Vidal ('77 )
5-2 Loren Moron ('79 )

Leganes 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Vitolo ('71 )

Sjá einnig:
Spánn: Ödegaard tryggði Sociedad sigur á Mallorca
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner