Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
Guðmann í tveggja leikja bann - „Ótrúlega vitlaust hjá honum"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmann Þórisson, varnarmaður FH, er á leið í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í 1-4 tapinu gegn Val í toppslag Pepsi Max-deildarinnar.

Þetta var annað rauða spjaldið sem Guðmann fær á tímabilinu og verður hann því í banni gegn Fjölni á sunnudag og svo gegn Stjörnunni á fimmtudag.

Guðmann var rekinn af velli í stöðunni 1-3 á 58. mínútu en hann fór í tæklingu á Lasse Petry.

„Ég held að Helgi Mikael negli þetta. Hann fer með sólann í hann og þetta er kröftug tækling," sagði Hjörvar Hafliðason í tilþrifaþættinum á Stöð 2 Sport.

Tómas Ingi Tómasson var sammála dómnum: „Bara aðkoman, hvernig hann kemur inn í tæklinguna, er eiginlega nóg til að fá rautt spjald. Hvort sem hann nær í löppina á honum eða ekki. Þetta er ótrúlega vitlaust hjá honum."

Hér að neðan má sjá umræðuna úr þættinum á Stöð 2 Sport:


Athugasemdir
banner
banner
banner