Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gerir lokatilboð í Sancho í næstu viku
Powerade
Jadon Sancho á æfingu hjá Dortmund.
Jadon Sancho á æfingu hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira.
Lucas Torreira.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Glugganum verður lokað þann 5. október og spennan í slúðurpökkunum eykst bara! Sancho, Torreira, Hudson-Odoi, Romero, Alli, Loftus-Cheek, Jorginho og fleiri í slúðrinu í dag. BBC tók saman.

Manchester United mun gera lokatilboð í enska vængmanninn Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund í næstu viku. Tilboðið mun hljóða upp á 90 milljónir punda. (Mirror)

Arsenal hefur áhuga á miðjumanninum Jorginho (28) hjá Chelsea. (Sky Sports)

Everton undirbýr tilboð í argentínska markvörðinn Sergio Romero (33) hjá Manchester United en pressan á Jordan Pickford eykst. (Sun)

Lucas Torreira (24) er á barmi þess að yfirgefa Arsenal en Atletico Madrid og Torino hafa áhuga á úrúgvæska miðjumanninum. (Independent)

Atletico Madrid telur að félagið geti fengið Torreira lánaðan sem gæti gefið Arsenal kost á að fá miðjumanninn Thomas Partey (27) frá spænska félaginu. (Sky Sports)

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Alex Telles (27) telur að 20 milljóna evra verðmiðinn sem Porto hafi sett á sig sé ósanngjarn. Manchester United vill fá Telles sem verður samningslaus næsta sumar. (Guardian)

Manchester City segir að sögusagnir um að félagið hafi gert 78 milljóna punda tilboð í úrúgvæska varnarmanninn Jose Gimenez (25) hjá Atletico Madrid séu ekki sannar. (Goal)

Mónakó hefur áhuga á Dele Alli (24), miðjumanni Tottenham. (90min)

Paris St-Germain býr sig undir að draga sig úr viðræðum um að fá Alli lánaðan. (Telegraph)

Enski sóknarleikmaðurinn Callum Hudson-Odoi (19) vill vera lánaður frá Chelsea. (TalkSport)

Philippe Coutinho (28) gæti verið lánaður frá Barcelona til Arsenal áður en glugganum verður lokað. (Star)

Barcelona hyggst gera lokatilraun til að fá argentínska sóknarleikmanninn Lautaro Martínez (23) frá Inter. (Mail)

RB Leipzig er nálægt því að fá miðvörð sem þýðir að Dayot Upamecano (21) gæti verið seldur. Manchester United hefur verið orðað við franska landsliðsmanninn. (Star)

Arkadiusz Milik (26), sóknarmaður Napoli, hefur verið boðinn til Everton en Carlo Ancelotti ku ekki vera of spenntur að endurnýja kynni sín af honum. (Corriere della Sera)

Sheffield United er líklegast til að fá Rhian Brewster (20) lánaðan frá Liverpool. Aston Villa, Brighton og Crystal Palace hafa einnig áhuga á framherjanum. (Independent)

West Ham, Aston Villa og Southampton eru meðal fjölmargra félaga sem hafa áhuga á að fá Ruben Loftus-Cheek (24) lánaðan frá Chelsea. (Guardian/Mail)

Southampton hefur einnig áhuga á miðjumanninum Ibrahim Sangare (22), Fílabeinsstrendingi sem spilar fyrir Toulouse. (Telegraph)

Everton og Fulham hafa áhuga á kamerúnska varnarmanninum Jerome Onguene (23) hjá Red Bull Salzburg. (Sportslens)

West Brom gæti samið við sóknarmanninn Emmanuel Adebayor (36) ef félagið finnur ekki annan sóknarmann fyrir gluggalok. (Sun)

Wesley Fofana (19), varnarmaður Saint-Etienne, gæti farið til Leicester City en franska félagið vill halda honum á lánssamningi út þetta tímabil. (L'Equipe)

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, vill bæta við sig þremur leikmönnum áður en glugganum verður lokað. (Daily Echo)

Bayern München mun ekki hleypa franska miðjumanninum Michael Cuisance (21) á lán, þrátt fyrir áhuga Leeds United og Marseille. (Sport Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner