Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. september 2022 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Eitt versta HM-lag allra tíma?
Lil Baby (t.h.) gerir eitt af þremur lögum HM
Lil Baby (t.h.) gerir eitt af þremur lögum HM
Mynd: EPA
Lögin verða fleiri en eitt á HM í ár. Bandaríski rapparinn Lil Baby á eitt þeirra en hann gerir það í samstarfi við bresku hljómsveitina Tears for Fears.

Fiðringur skapast þegar það styttist í stórmót og nú eru tæpir tveir mánuðir í að stærsta mót fótboltans fari af stað.

Mótshaldarar fá tónlistarmenn til að semja opinber lög mótsins og oftar en ekki eru þau góð. Wavin Flags var gríðarlegt vinsælt sem var flutt á HM í Suður-Afríku árið 2010 og auðvitað Waka Waka með Shakiru.

Carnival De Paris sem var flutt fyrir HM í Frakklandi árið 1998 er mikið stemningslag og er þarna í efstu sætunum, en lögin eru þrjú fyrir HM í ár.

Lil Baby, sem er einn vinsælasti rappari heims um þessar mundir, gerir eitt af lögunum. Það gerir hann í samvinnu við breska bandið Tears for Fears, en þar er notað þeirra vinsælasta lag, Everybody Wants To Rule The World í undirspili. Framlagið er unnið með bandaríska bjórframleiðandans, Budweiser.

Ekki eru allir hrifnir af laginu enda er engin svakaleg stemning í því og ekki alveg í takt við þau lög sem hafa áður verið gefin út fyrir keppnina. Gagnrýnendur eru jafnvel á því máli að þetta sé eitt versta HM-lag allra tíma, en það má heyra hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner