Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 25. september 2023 22:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við byrja frábærlega. Ég sagði svo við einhvern á bekknum eftir 20 mínútur að það gæti verið svolítið dýrt að vera ekki búnir að skora með þessa yfirburði á vellinum svo það var blaut tuska í andlitið að fá þetta fyrsta mark á sig," sagði Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, eftir 3-1 tap gegn Blikum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Þrátt fyrir tapið í kvöld eru Víkingar Íslandsmeistarar árið 2023 og munu því ekki svekkja sig á tapinu of lengi. 

"Nei en samt hefði maður viljað fagna með stuðningsmönnunum eftir sigur. Það var svolítið skrítið að fagna titlinum með stuðningsmönnum eftir tapleik. En við erum verðugir Íslandsmeistarar."

Davíð Örn fór frá Víkingi til Breiðabliks fyrir tímabilið 2021 og horfði upp á uppeldisfélagið sitt vinna titilinn. Hann var síðan aftur kominn til Víkings þegar Blikar urðu meistarar í fyrra. Hann hefur því séð á eftir titlinum tvö seinustu tímabil og því sætt að vinna þann stóra loksins í ár. 

"Það var sárt að horfa upp á Víking lyfta titlinum á sínum tíma en ég ber engar tilfinningar til Breiðabliks svo það var ekkert verra en að horfa á eitthvað annað lið vinna. En nú get ég loksins farið sáttur í gröfina að vera búinn að vinna þennan titil. Árangur gerir mann samt þyrstan  í meiri árangur."

Davíð á ekki von á því að liðið komi saman og fagni titlinum í kvöld. "Ég bara veit það ekki. Það er leikur á fimmtudag og ég er að fara að kenna 2. bekk í Fossvogsskóla klukkan 8:30 í fyrramálið."


Athugasemdir
banner