Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Joelinton kemur hinum unga Miley til varnar
Lewis Miley hefur fengið gagnrýni.
Lewis Miley hefur fengið gagnrýni.
Mynd: EPA
Lewis Miley, 19 ára leikmaður Newcastle, lokaði fyrir ummæli á færslu sína á X samfélagsmiðlinum þar sem hann hélt upp á að hafa leikið 50 aðalliðsleiki fyrir félagið.

Hluti af stuðningsmönnum Newcastle hafa gagnrýnt leikmanninn unga og segja hann ekki nægilega góðan fyrir aðalliðið.

Joelinton hefur komið unga leikmanninum til varnar en þeir spiluðu saman í 4-1 sigrinum gegn Bradford City í deildabikarnum á miðvikudagskvöld.

„Það er alltaf erfitt að sjá liðsfélaga sinn fá að heyra það. Ég hef átt erfiðan tíma hérna núna og veit hvernig þetta er. Ég veit að flestir stuðningsmenn standa með virkilega góðum ungum leikmanni sem á bjarta framtíð," segir Joelinton.

Miley var 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik en hefur svo meðal annars gengið í gegnum meiðslatíma og lent í gríðarlega harðri samkeppni á miðsvæðinu við Bruno Guimaraes, Joelinton og Sandro Tonali.

„Mér fannst Lewis algjörlega frábær," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle, eftir leikinn í gær. „Hann hefur komið vel inn í liðið að nýju og tengt saman góða frammistöðu. Hann var mjög góður gegn Bournemouth, kannski á aðeins annan hátt. Hann er að öðlast meiri reynslu og ég er mjög ánægður með hann."
Athugasemdir
banner