Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. október 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham býðst til að tvöfalda laun Declan Rice
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað á þessum fótboltasunnudegi. BBC tók saman nokkra slúðurmola en lítið er að frétta á félagaskiptamarkaðinum þessa stundina.


Liverpool hefur hafið viðræður við Schalke um kaup á Ozan Kabak, tvítugum miðverði tyrkneska landsliðsins. Jürgen Klopp þarf nýjan varnarmann eftir að hafa misst Virgil van Dijk í langtímameiðsli. (Mirror)

Chelsea vill enn krækja í Declan Rice, 21 árs miðjumann West Ham, og ætlar að láta til skarar skríða í janúar. Hamrarnir vilja ólmir halda Rice og hafa boðið honum nýjan samning sem myndi tvöfalda laun enska landsliðsmannsins. (Star)

Jack Wilshere, 28, er án félags og hefur verið sterklega orðaður við að skipta yfir í bandarísku MLS deildina. Wilshere er þekktur sem mikill meiðslapési en hann á leiki að baki fyrir Arsenal, Bolton, Bournemouth og West Ham auk 34 A-landsleikja fyrir England. (Mirror)

Stjórn úrvalsdeildarinnar ætlar að reyna að sannfæra FIFA um að breyta rangstöðureglunni. Úrvalsdeildin vill leyfa sóknarmanni að njóta vafans ef hann er til dæmis með öxl, tá eða nef nokkra millimetra fyrir innan rangstöðulínuna. (Mail)

Sergio Romero, 33, vill yfirgefa Man Utd eftir að hafa komist að því í gegnum samfélagsmiðla að hann var ekki skráður í leikmannahóp liðsins fyrir enska úrvalsdeildartímabilið. (Star)

Leeds ætlar að gera aðra tilraun til að krækja í Sean McGurk, 17 ára miðjumann Wigan. (Sun)

Real Madrid hefur sett sig í samband við Mauricio Pochettino, fyrrum stjóra Tottenham, í leit sinni að arftaka Zinedine Zidane. (El Transistor)

Graham Potter, stjóri Brighton, segir ekkert til í orðrómum sem segja Ben White vera á leið til Liverpool. (Mirror)

Scott Parker viðurkennir að framtíð sín við stjórnvölinn hjá Fulham sé ekki í hans höndum. Liðið er búið að tapa fimm af sex fyrstu leikjunum eftur endurkomuna í ensku úrvalsdeildina. (Sky Sports)

Wolves, West Ham, Crystal Palace, Southampton og Newcastle eru öll að fylgjast með Liam Moore, 27 ára fyrirliða Reading. (TeamTalk)

Ole Gunnar Solskjær hefur fullvissað Donny van de Beek, 23, um að sinn tími mun koma eftir félagaskiptin til Manchester United. Hollenska ungstirnið hefur ekki fengið mikinn spiltíma frá komu sinni til Englands enda í samkeppni við menn á borð við Paul Pogba og Fred um byrjunarliðssæti. (Manchester Evening News)

Jürgen Klopp segir að það hafi verið afar erfitt að selja Rhian Brewster, 20, til Sheffield United í haust. (Express)

Ryan Bertrand, 31, opnaði sig og sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir sem barn. Þetta gerði hann til að hjálpa með baráttu ensku úrvalsdeildarinnar gegn rasisma. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner