Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 25. nóvember 2020 13:47
Elvar Geir Magnússon
Hafnar því að formaður og varaformaður KSÍ hafi verið vanhæf
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ.
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að stjórn sambandsins hafi verið vanhæf til að taka ákvörðun um að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta.

Sjá einnig:
Aga- og úrskurðarnefnd hafnar kröfum KR og Fram

Í kæru KR vegna málsins segir að félagið telji að meginþorri stjórnarmanna hafi verið vanhæfir til að taka ákvörðunina.

Er þar vísað í tengsl formanns KSÍ, Guðna Bergssonar, við Val og tengsl varaformanns, Borghildar Sigurðardóttur, við Breiðablik. Valur varð Íslandsmeistari í karlaflokki en Breiðablik í kvennaflokki.

„Er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað," segir í úrskurði nefndarinnar.

„Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner