Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 25. nóvember 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Formiga stimplar sig út hjá Brasilíu eftir 26 ár og 234 leiki
Kvenaboltinn
Brasilíska fótboltakonan Formiga er að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir magnaðan feril. Hún hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum og sjö Ólympíuleikunum. Það hefur ekki verið kvennafótbolti á Ólympíuleikum sem hún hefur ekki tekið þátt í.

Hún er 43 ára og mun í dag leika sinn síðasta landsleik, gegn Indlandi í Manaus í Amazon frumskóginum.

Formiga, sem var sautján ára þegar hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu, lagði landsliðsskóna reyndar fyrst á hilluna 2016 en tók þá fram að nýju tveimur árum síðar.

Hún hefur leikið 233 landsleiki og er að sjálfsögðu leikjahæst í sögu Brasilíu. Hún hefur unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum, 2004 og 2008. Hún varð í öðru sæti á HM 2007 og vann sex Copa America titla.
Athugasemdir
banner